Verkefni  5


Þessa litlu rannsókn vann ég úr gögnum frá 15 skólum á Suðurlandi. Ég valdi alla skóla , til þess að fá mynd af hvernig sunnlenskir skólar höndla dönskunám með hjálp tölvu. Hvergi fannst  tungumálaver eða vefir sem hafða verið unnir sérstaklega fyrir kennslu í skólunum.  Hugsanlega eiga kennarar sína eigin heimasíðu eins og þá sem við erum að vinna að.
Ég athugaði heimasíður allra skólanna og skráði hjá mér allt sem ég fann um dönskukennslu og tölvunotkun.  Afrakstur þess er eftirfarandi.


Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Þegar skoðuð voru markmið fyrir dönsku í 7.-9. bekk, var tölvunotkun ekki nefnd.  Í 10. bekk er undir kaflanum námsleiðir og kennsluaðferðir nefnd ýmis auka efni og enda á -  ásamt efni af netinu.
Í tenglasafni er krækja sem heitir „tungumálakennsla“ og þar eru Hot potatoes undir.
Síðan er ekki alveg ný uppfærð.


Grunnskóli Vestmannaeyja:
Þegar skoðað er val í 8. bekk er hægt að velja margmiðlun, þar sem nemendur eiga að búa til teiknimyndir og fl.
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.


Flóaskóli:
Í námskrá fyrir  7.bekk  í upplýsinga-og tæknimennt er gert ráð fyrir að nemendur noti veforðabækur og nýti sér upplýsingaöflun á netinu og samskipti. Og tengja tölvunám öðrum kennslugreinum.
Í dönsku í 8. bekk er nemendum ætlað að nota tölvuforrit ætluð til þjálfunar dönsku,netverkefni og samskipti.
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.

Flúðaskóli:
Þessi skóli er með krækju í skóla í Danmörku  sem 10. bekkur heimsækir á hverju ári. Einnig eru krækjur undir heitinu skólakrækjur: PIFT, DUDA- for dig som vil vide mere og God nok på nettet!
Heimasíðan er ennþá í vinnslu, en þar eru samt nýjar fréttir.


Grunnskólinn í Hveragerði:
Í námskrá fyrir 8. bekk í upplýsingatækni er  upplýsingaöflun af vefnum og nýting póstforrita til samskipta og Ýmis kennsluforrit við hæfi.
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.


Grunnskólinn í Þorlákshöfn:
Í námskrá fyrir 7. bekk er í upplýsinga- og tæknimennt eftirfarandi  geti nemandi fundið og notað upplýsingar af Netinu., geti nemandi notað tölvupóst til samskipta við aðra nemendur o.fl. 
Í námskrá fyrir 8-10.bekk er tölvunotkun, bæði kennsluforrit og bréfsendingar. Í vali er upplýsinga-og tæknimennt/tölvur og þar er geti nemandi notað tölvupóst til samskipta við aðra nemendur o.fl.
Undir Námsvefur eru margar krækjur í kennsluforrit og afþreyingu. God – Bedre  - Bedst, Þumalína, Eldfærin, En dansk
Hjemmeside ( ekki uppfært), God nok på nettet,Jyllands-Posten, Andrés Önd,Gagnvirk ævintýri um Hans og Grétu á dönsku, H.C.Andersen, Harry Potter, Heimasíða Duda, Pegebogen og Vi unge.

Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.

Grunnskólinn Ljósaborg:
Í námskrá fyrir 7.-8. bekk í dönsku stendur Einnig verður unnið með kennsluefni af vef. Undir tenglar eru krækja í tungumálaver Laugalækjaskóla.
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.


Grunnskóli Bláskógabyggðar:
Reykholt

Í námskrá fyrir 7. bekk í dönsku eru notuð forritin: Myndaorðabókin, God, bedre, bedst og í tæknilæsi stendur kynnist helstu leitarmöguleikum á Netinu.
Í 8. bekk er  þetta: geti nýtt sér netið sem uppflettirit og til samskipta   og þessar vefslóðir notaðar skólavefurinn.is, náms.is, tihiplanet.dk,
Í 9 bekk er notað vef- og myndefni og líka skólavefurinn.is, náms.is, tihiplanet.dk

Undir kennsluvefir er ein krækja fyrir dönsku það er Duda- for dig som vil vide mere
Haustið 2005 var komið á fót námsveri við skólann í Reykholti með það að markmiði að veita börnum stuðning í kjarnagreinunum fjórum : íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku.
Hér eru ekki nýjar fréttir og heimasíðan kannski lítið notuð.


Víkurskóli:
Síðan þeirra er í vinnslu og krækjurnar ekki virkar.

Hvolsskóli:
Í námskrá 7. bekkjar í tölvum  stendur Geta notað ýmiss kennsluforrit
Í tenglasafni eru margar krækjur: Dansk for alle, Anders And,Berlingske Tidende, Danskar mállýskur,Danska málshættir, DR, Félag dönskukennara, God nok, Jul i Danmark,Orðabók á netinu, Politiken og TV2
Heimasíðan er í vinnslu og er gamla síðan notuð að hluta. Hér eru nýjar fréttir og heimasíðan notuð.


Kirkjubæjarskóli:
Í námskrár um erlend tungumál stendur Koma á samskiptum við nemendur í öðrum löndum, til dæmis gegnum tölvur,bréfaskriftir og heimsóknir.
Kirkjubæjarskóli hefur vináttusamband við Sabro Korsvejskolen á Jótlandi. Saga samskipta og markmið eru á síðunni.
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.


Laugalandskóli í Holtum:
Hér fundust ekki upplýsingar um dönsku eða tölvunám
Síðan er með nýjum fréttum og greinilegt að skólinn notar hana.


Sunnulæk jarskóli:
Í  námskrá fyrir 7. bekk í upplýsingatækni stendur geti notað tölvuorðabækur og yfirlestrarforrit á íslensku og öðrum Tungumálum.
Í dönsku stendur þetta undir námsefni: Mynddiskar og veraldarvefurinn
Í 8.og 9 bekk í dönsku stendur  Til tilbreytingar og eftir því sem tími vinnst til verður einnig unnið með ýmis spil,DVD myndir, veraldarvefinn og heftið Ung i 8. klasse.

Vallaskóli:
Í námskrá fyrir 7. bekk í tölvu- og upplýsingatækni stendur þjálfist í gagnaleit á veraldarvefnum og úrvinnslu.
Í 8. bekk í tölvu- og upplýsingatækni eru notaðir  Náms- og kennsluvefir

Þjórsárskóli:
Í námskrá fyrir 7. bekk í dönsku stendur Nemendur leita sér heimilda í bókum og á netinu sem þeir nota við lausn verkefna.
Og í tölvukennslu stendur  kennsluefni af netinu
Í tenglasafninu er Den danske hjemmeside, God bedre bedst og Anders And

 

Samantekt.


skóli

Námskrá í dönsku

Námskrá í tölvum

tenglasafn

samskipti

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri:

 

 

X

 

X

 

Grunnskóli Vestmannaeyja:

 

 

X

 

 

Flóaskóli:

X

X

 

X

Flúðaskóli:

 

 

X

X

Grunnskólinn í Hveragerði:

 

 

X

 

 

Grunnskólinn í Þorlákshöfn:

 

 

X

 

X

 

X

Grunnskólinn Ljósaborg:

 

X

 

 

X

 

Grunnskóli Bláskógabyggðar:

 

X

 

 

 

X

Víkurskóli:

 

 

 

 

Hvolsskóli:

 

X

X

 

Kirkjubæjarskóli:

X

 

 

X

Laugalandskóli í Holtum:

 

 

 

 

Sunnulæk jar
skóli:

 

X

 

X

 

 

Vallaskóli:

 

X

 

 

Þjórsárskóli:

X

 

X

 

tilbage

© 2010 - Bolette Høeg Koch